Einangrunargler á 30% afslætti í Maí
Er ætlunin að skipta um gler í sumar ? Í Maí gefst þér kostur að fá þér einangrunargler með 30% afslætti
Í íslensku veðurfari reynir oft á tíðum mjög mikið á glugga og gler í húsum okkar. Á mörgum stöðum er kominn tími til að skipta um gler og höfum við ákveðið að koma til móts við þær þarfir og bjóða upp á 30% afslátt af einangrunargleri í Maí.
Climaplus K-gler sparar upphitunarkostnað
Það skiptir miklu máli að velja rétt gler í gluggana. Við mælum yfirleitt með Climaplus K-gleri sem er sérvalið flotgler með næfurþunnri silfurblandaðri en litlausri húð öðru meginn rúðunnar. Þannig kemst orku og ljósflæði óskert inn en útstreymi hitans er haldið í algjöru lágmarki. Með því að velja Climaplus K-gler eykst einangrunargildi glersins um nær 50% án þess að hafa áhrif á gegnsæi glersins.
Veldu gler sem hentar þér
Hjá okkur getur þú valið margar gerðir af glerjum, eftir því sem hentar þér. Í flestum tilfellum mælum við með Climaplus K-gleri, en við bjóðum einnig upp á margar aðrar glertegundir, s.s. sólvarnargler, litað gler, hamrað gler, sandblásið gler, eldvarnargler o.m.fl.
Glerjunarlistar á afslætti
Við látum ekki duga að bjóða einungis einangrunargler á afslætti. Við bjóðum einnig upp á glerjunar- og EPDM lista á 20% afslætti út Maí.