Fréttir

Kópal Akrýlhúð á álagsmikla veggi

  09.09.2016

Þegar mála á veggi sem eru á miklu álagssvæði þá skiptir máli að velja réttu málninguna.

Kópal Akrýlhúð er málning sem við mælum sérstaklega með þegar mála á þvottahús, eldhús, baðherbergi, bílskúra og fleiri svæði sem hafa meiri álagsfleti. Kópal Akrýlhúð er vatnsþynnt akrýlmálning, með mikla þvottheldni og hylur sérlega vel. Kópal akrýlhúð er gerlavarin, þolir mikið rakaálag og hefur mjög góða viðloðun.

Upphaflega framleidd fyrir frystiklefa

Styrkur Kópal Akrýlhúðar liggur fyrst og fremst í því að vera gerlavarin og vera sérstaklega þvottheldin. Málningin var fyrst framleidd til notkunar inní frystiklefum, og þolir því mikið raka- og þvottaálag.

Kópal Akrýlhúð er hægt að fá í þremur gljástigum, 7, 20 og 60.

 

Recent Posts

    Málning á 30% afslætti

      24.10.2017

    Kláraðu málningarvinnuna snemma fyrir jólin

    Kópal Magni á flísar, plast og fleiri erfiða fleti

      04.11.2016

    Fram að þessu hefur reynst erfitt að ná góðri viðloðun á mörgum efnum, s.s. flísum, plasti, allskyns málmum o.fl. Kópal Magni leysir nú þetta vandamál með frábærum árangri.

    Kópal Akrýlhúð á álagsmikla veggi

      09.09.2016

    Þegar mála á veggi sem eru á miklu álagssvæði þá skiptir máli að velja réttu málninguna.

    Blöndunartækja dagar

      06.09.2016

    20% afsláttur af blöndunartækjum í september

    Kork gólfefni

      25.08.2016

    Kork gólfefni henta mjög vel á flest heimili. Þau eru sérstaklega hlý viðkomu og henta því vel þar sem gólfkuldi er mikill. Kork gólfefni fá sérstaka yfirborðsmeðferð sem gerir það að verkum að lítil sem engin hætta er á að börn, aldraðir eða hreyfihamlaðir renni til á þeim. Það er mjög auðvelt að halda þeim hreinum og fallegum, og henta því vel fyrir ofnæmissjúklinga. Einnig eru þau mýkri en önnur efni og hlífa því baki og fótum mjög vel.

    Eldri Fréttir