Fréttir

Kork gólfefni

  25.08.2016

Kork gólfefni henta mjög vel á flest heimili. Þau eru sérstaklega hlý viðkomu og henta því vel þar sem gólfkuldi er mikill. Kork gólfefni fá sérstaka yfirborðsmeðferð sem gerir það að verkum að lítil sem engin hætta er á að börn, aldraðir eða hreyfihamlaðir renni til á þeim. Það er mjög auðvelt að halda þeim hreinum og fallegum, og henta því vel fyrir ofnæmissjúklinga. Einnig eru þau mýkri en önnur efni og hlífa því baki og fótum mjög vel.

Það getur verið mjög vandasamt að velja rétta gólfefnið á heimilið. Korkur er náttúruefni sem hefur alveg einstaka eiginleika. Þar sem einangrunargildi korks er meira heldur en flestra annarra náttúruefna hentar hann betur til að einangra kaldar gólfplötur, en þessi einangrunar eiginleiki dregur úr kælingu í hinu upphitaða rými. Korkurinn er hlýr viðkmu og fyrir þá sem vilja vera berfættir heima fyrir þá er korkurinn augljóslega besti valkosturinn.
Hljóðdeyfingin er einstök frá náttúrunnar hendi. Vegna mýktar korksins verður hljóðendurkast mun minna en af öðrum harðari efnum.

Hægt er að fá margar gerðir af korki, og ættu því allir að geta fundið eitthvað sem hentar.

Ólitaður náttúrukorkur

Náttúrukorkur kallast sú gerð sem hefur náttúrulega korkútlitið. Hægt er að fá hann bæði lakkaðan og ólakkaðan í mörgum gerðum. Yfirleitt er lakkað yfir korkinn eftir lögn en einnig er hægt að olíubera / vaxbera ómeðhöndlaðan náttúrukork

Vínylkorkur

Vínylkorkur kallast korkur með vínyl yfirborðshúð. Þessi korkur er skipt niður í fjögur lög. Efsta lagið er HPS vínylyfirborðshúð, næsta er ekta korkmynstur, undir því er ekta mjúkur korkur og neðst er vínyl undirlag. Þennan kork þarf ekki að lakka heldur kemur hann tilbúinn og er límdur beint á gólfið. HPS húðaður korkur ber 25 ára slitábyrgð frá framleiðanda.

Marmarakorkur

Marmarakorkur er fáanlegur í ýmsum stærðum og gerðum. Hann er lakkaður eftir lögnina með glæru, lyktarlausu og hraðþornandi lakki.

Smellukorkur og vínylparket með tvöföldu korklagi

HPS smellukorkur og vínylparket með viðaráferð eru með áföstu korkundirlagi. HPS kork þarf aldrei að lakka heldur er honum einfaldlega smellt niður og gólfið er tilbúið til notkunar. Vínylparket með tvöföldu korklagi hefur glæsilega hönnun og þægindi með náttúrulegri áferð. Vínylparket hefur alla kosti korksins og er frábær valkostur til þess að búa til þægilegt og hlýlegt andrúmsloft.

Recent Posts

    Málning á 30% afslætti

      24.10.2017

    Kláraðu málningarvinnuna snemma fyrir jólin

    Kópal Magni á flísar, plast og fleiri erfiða fleti

      04.11.2016

    Fram að þessu hefur reynst erfitt að ná góðri viðloðun á mörgum efnum, s.s. flísum, plasti, allskyns málmum o.fl. Kópal Magni leysir nú þetta vandamál með frábærum árangri.

    Kópal Akrýlhúð á álagsmikla veggi

      09.09.2016

    Þegar mála á veggi sem eru á miklu álagssvæði þá skiptir máli að velja réttu málninguna.

    Blöndunartækja dagar

      06.09.2016

    20% afsláttur af blöndunartækjum í september

    Kork gólfefni

      25.08.2016

    Kork gólfefni henta mjög vel á flest heimili. Þau eru sérstaklega hlý viðkomu og henta því vel þar sem gólfkuldi er mikill. Kork gólfefni fá sérstaka yfirborðsmeðferð sem gerir það að verkum að lítil sem engin hætta er á að börn, aldraðir eða hreyfihamlaðir renni til á þeim. Það er mjög auðvelt að halda þeim hreinum og fallegum, og henta því vel fyrir ofnæmissjúklinga. Einnig eru þau mýkri en önnur efni og hlífa því baki og fótum mjög vel.

    Eldri Fréttir